CNN skýrir frá þessu. Í tilkynningu frá Chema Vera, forstjóra Oxfam, kemur fram að heimsfaraldurinn sé nánast eins og síðasti naglinn í líkkistuna fyrir fólk sem glímir nú þegar við afleiðingar stríðsátaka, loftslagsbreytinga, ójöfnuðar og gallaðs matvælakerfis sem hefur sent milljónir matvælaframleiðenda og verkamanna í fátækt.
Margir eiga ekki fyrir mat vegna tekjutaps af völdum atvinnuleysis eða skertra bótagreiðsla, lítils eða jafnvel engins stuðnings við þá sem vinna utan hins hefðbundna hagkerfis og vegna truflana sem hafa orðið á vöruflæði og erfiðleika hjá framleiðendum. Takmarkanir á ferðafrelsi hafa einnig haft mikil áhrif, þar á meðal á starfsemi mannúðarsamtaka.
Í tilkynningu sinni skorar Oxfam á matvæla- og drykkjarvöruframleiðendur á borð við Coca-Cola, Unilever og General Mills.
„Á meðan þetta gerist halda ríkustu fyrirtækin áfram að hagnast. Átta stærstu matvæla- og drykkjarvöruframleiðendurnir hafa greitt hluthöfum rúmlega 18 milljarða dollara í hagnað síðan í janúar. Einnig á þeim tíma er heimsfaraldurinn var að breiðast út um heiminn. Þetta er tíu sinnum meira en SÞ segja að þurfi til að koma í veg fyrir hungur.“