fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Lindu hefur verið saknað síðan í júní – Einn handtekinn vegna málsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 05:45

Linda Stoltzfoos. Mynd:Lögreglan í Lancaster

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Linda, hvar ertu? Megi sannleikurinn koma í ljós“. Svona hefst ein nýjasta færslan í Facebook hópnum „Amish Girl Missing – Linda Stoltzfoos“, en hópurinn er með um 40.000 meðlimi. Lindu Stoltzfoos hefur verið saknað síðan 21. júní og hafa fjölmargir tekið þátt í leitinni að henni. FBI hefur heitið 10.000 dollara verðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til þess að málið leysist.

Það sem átti bara að vera ósköp venjulegur dagur í hópi annarra ungmenna í félagsmiðstöðinni í Lancaster í Pennsylvania í Bandaríkjunum, breyttist í algjöra martröð fyrir foreldra stúlkunnar. Linda, sem er lýst sem hljóðlátri og góðri stúlku í grein sem birtist á NBC, kom aldrei heim og lögreglan hefur greint frá því að hún hafi ekki komið í félagsmiðstöðina. Hún sást síðast á leið heim frá kirkju.

Auglýsing frá lögreglunni.

Síðan 21. júní hafa verið framkvæmdar margar leitir að henni og hafa hundar, fjórhjól og hestar verið nýtt við leitina. Ekkert hafði bent til þess að hún ætlaði að stinga af og samkvæmt Matt Hess hjá lögreglunni hefði það verið mjög ólíkt henni að fara án þess að segja neinum frá því.

Náðist á myndband

Á föstudag urðu þáttaskil í málinu. Lögreglan í East Lampete Township handtók hinn 34 ára gamla Justo Smoker fyrir frelsissviptingu. Smoker er kærður fyrir að hafa rænt Lindu Stoltzfoos og að hafa haldið henni fanginni.

Justo Smoker vakti athygli lögreglunnar eftir að fjölmörg vitni höfðu haft samband og sögðust hafa séð amish-konu í farþegasæti rauðs eða appelsínuguls bíls. Vitni höfðu einnig sér sama bíl í nágrenni kirkjunnar daginn sem Linda hvarf.

Lögreglan komst yfir upptökur úr eftirlitsmyndavél, þar sem sést þegar Linda var numin á brott á Beechdale Road.

Justo Smoker.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á upptökunni sést rauð Kia Rio bifreið, sem lögreglan hafði áður sagt að tengdist málinu.

FBI aðstoðar við rannsókn málsins.

Þrátt fyrir að lögreglan hafi nú handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn, hefur Linda enn ekki fundist. Lögreglan vinnur út frá því að hún hafi meiðst þegar henni var rænt.

Í fréttatilkynningu frá saksóknara í Lanchester County kemur fram að rannsóknaðaðilar leiti hennar og að unnið sé að því að kortleggja atburði.

Smoker var handtekinn fyrir utan vinnustað sinn á föstudagskvöld og var færður fyrir dómara á laugardag og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót