fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Íhuga að banna TikTok

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 14:15

TikTok er bannað á Indlandi. Mynd:EPA-EFE/RAJAT GUPTA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get engan veginn mælt með því að fólk hlaði TikTok niður. Og ef fólk hefur gert það, þá vil ég ráðleggja fólki að eyða því.“

Þetta sagði Ken Friis Larsen, lektor við dönsku Datalogisk Institut hjá Kaupmannahafnarháskóla, í samtali við BT fyrir tveimur vikum. Hann er ekki sá eini sem setur spurningamerki við appið sem er gríðarlega vinsælt. Nýlega bönnuðu indversk stjórnvöld TikTok og 58 önnur kínversk öpp.

Nú eru bandarísk stjórnvöld að íhuga að banna appið þar í landi. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði fyrr í vikunni að það væri verið að skoða af alvöru hvort banna eigi kínversk öpp, þar á meða TikTok.

Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af þeirri gagnasöfnun sem appið stendur á bak við en það safnar miklu magni upplýsinga um notendur. Þetta telja stjórnvöld að geti ógnað þjóðaröryggi því kínversk fyrirtæki verða lögum samkvæmt að starfa með kínversku leyniþjónustunni. Bandarískir sérfræðingar telja að ef TikTok hefur safnað gögnum, sem kínverska leyniþjónustan gæti haft áhuga á, verði TikTok að afhenda þau.

Pompeo aðvaraði því samlanda sína og bað þá að hugsa um hverju þeir væru að deila á appinu.

„Þú skalt bara hlaða því niður ef þú vilt að kínverski kommúnistaflokkurinn fái aðgang að persónulegum upplýsingum um þig.“

Sagði hann nýlega í samtali við Fox News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi