Þetta sagði Ken Friis Larsen, lektor við dönsku Datalogisk Institut hjá Kaupmannahafnarháskóla, í samtali við BT fyrir tveimur vikum. Hann er ekki sá eini sem setur spurningamerki við appið sem er gríðarlega vinsælt. Nýlega bönnuðu indversk stjórnvöld TikTok og 58 önnur kínversk öpp.
Nú eru bandarísk stjórnvöld að íhuga að banna appið þar í landi. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði fyrr í vikunni að það væri verið að skoða af alvöru hvort banna eigi kínversk öpp, þar á meða TikTok.
Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af þeirri gagnasöfnun sem appið stendur á bak við en það safnar miklu magni upplýsinga um notendur. Þetta telja stjórnvöld að geti ógnað þjóðaröryggi því kínversk fyrirtæki verða lögum samkvæmt að starfa með kínversku leyniþjónustunni. Bandarískir sérfræðingar telja að ef TikTok hefur safnað gögnum, sem kínverska leyniþjónustan gæti haft áhuga á, verði TikTok að afhenda þau.
Pompeo aðvaraði því samlanda sína og bað þá að hugsa um hverju þeir væru að deila á appinu.
„Þú skalt bara hlaða því niður ef þú vilt að kínverski kommúnistaflokkurinn fái aðgang að persónulegum upplýsingum um þig.“
Sagði hann nýlega í samtali við Fox News.