fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hafa loksins sannað ótrúleg ferðalög forfeðra okkar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 21:25

Kon Tiki fleki Thor Heyerdahl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

21Loksins hefur vísindamönnum tekist að sanna að fólk hafi ferðast frá meginlandi Suður-Ameríku til Pólýnesíu um 1.200 árum eftir Krist. Það var auðvitað löngu áður en Evrópumenn lögðu leið sína á þessar slóðir.

BBC skýrir frá þessu. 1947 reyndi norski ævintýramaðurinn Thor Heyerdahl að sanna að slíkar ferðir hefðu verið mögulegar á frumstæðum bátum löngu áður en talið var að það hefði verið mögulegt. Niðurstöður nýrrar rannsóknar styðja við þetta.

„Við fundum leifar af DNA úr innfæddum Ameríkumönnum á mörgum polynesískum eyjum.“

Segir Alexander Ioannidis, hjá Stanford háskólanum í Kaliforníu. Hann rannsakaði erfðaefni 800 manns til að reyna að komast að niðurstöðu um þetta.

„Þetta er endanleg sönnun þess að samskipti áttu sér stað.“

Með öðrum orðum þá áttu innfæddir á ameríska meginlandinu í samskiptum við íbúa í Pólýnesíu og þannig blönduðust gen þeirra.

Tölvulíkön sýna að langlíklegast var lagt af stað frá Ekvador eða Kólumbíu og að þaðan hafi verið siglt til þess sem við þekkjum í dag sem Frönsku Pólýnesíu. Evrópumenn komu fyrst til Pólýnesíu 1595.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys