BBC skýrir frá þessu. Á heimasíðu miðilsins er hægt að sjá myndir af ráðstöfunum McFadden.
En þar með er hugmyndaauðgi hans ekki lokið því hann hefur einnig sett upp skilti þar sem stendur að um rafmagnsgirðingu sé að ræða og því þurfi gestirnir að gæta sín.
BBC hefur eftir honum að viðskiptavinirnir breyti um hegðun þegar þeir verða ölvaðir. Þá eigi þeir erfitt með að halda lágmarksfjarlægð sín á milli og er hann orðinn þreyttur á því enda mikilvægt að fólk gæti að fjarlægðarmörkunum nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Þegar hann var spurður hvort það væri rafmagn í girðingunni var svarið:
„Komdu og kannaðu það. Þetta er ótti og það virkar. Fólk sér að það er girðing. Viðskiptavinirnir vilja ekki snerta hana til að komast að hvort það er straumur á.“
Fyrir áhugasama má geta þess að bar hans heitir Star Inn og er í St Just í Cornwall.