En hún náði samt sem áður að smita 71 af veirunni. Hún fór eina ferð með lyftu og skildi veiruna eftir sig í lyftunni og þá var fjandinn laus. Centers for Disease Control (CDC) skýrir frá þessu í nýrri rannsókn. Þetta sýnir að sögn stofnunarinnar hversu hratt kórónuveiran getur smitast og hættuna sem getur stafað af einkennalausu fólki og hættunni sem fylgir því að búa þétt.
Annað dæmi sem er nefnt til sögunnar er um mann, sem bjó í Heilongjiang héraðinu, í Kína. Hann fékk heilablóðfall, sem getur verið einkenni COVID-19, um miðjan apríl en þá höfðu engin kórónuveirusmit verið greind í héraðinu síðan 11. mars. Maðurinn var lagður inn á sjúkrahús og þrír synir hans skiptust á að sitja hjá honum. Þegar upp var staðið höfðu 28 smitast af veirunni, þar á meðal fimm hjúkrunarfræðingar og einn læknir.
Áður en maðurinn greindist með veiruna var hann fluttur á annað sjúkrahús þar sem hann smitaði 20 til viðbótar.