fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

„Kínverjar reyna af öllum mætti að verða eina stórveldi heims, sama hvað það kostar“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar njósna, stunda tölvuinnbrot og kúga fólk. Allt er þetta liður í að gera landið að eina stórveldi heims, bæði á tæknisviðinu og efnahagslega. Þessa mynd dró Christopher Wray, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, upp nýlega í samtali við hina íhaldssömu hugveitu Hudson Institute.

Hann sagði að tæplega helmingur þeirra 5.000 mála er varða njósnir, sem FBI rannsakar nú, tengist Kína. Wray hefur lengi verið þekktur gagnrýnandi á Kína og ummæli hans falla á sama tíma og samskipti þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins eru mjög stirð.

Hann sagði að nú væru Kínverjar að reyna að verða sér úti um upplýsingar frá bandarískum heilbrigðisstofnunum, lyfjafyrirtækjum og háskólum varðandi mikilvægar rannsóknir á COVID-19.

Wray er ekki einn um að hafa gagnrýnt Kínverja að undanförnu því það hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, einnig gert. En þeir hafa ekki farið eins mikið út í smáatriði og Wray.

Að hans sögn þá hefur málum er varða njósnir, er tengjast efnahagskerfinu, tengdum Kína fjölgað um 1.300 prósent. Hann sagði að það gæti eiginlega ekki verið meira undir en í þessum málum og sá hugsanlegi efnahagslegi skaði sem væri hægt að valda Bandaríkjunum væri næstum því óskiljanlegur.

Að hans mati eru njósnir Kínverja mesta ógnin til langframa hvað varðar upplýsingatækni, hugverk og efnahagsmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga