Það var ungt par í bænum Patna á Indlandi sem hugðist ganga í hjónaband þann 15. júní. Tveimur dögum fyrir brúðkaupið var brúðguminn orðinn veikur, var með háan hita. Þá hefði verið skynsamlegt að fresta brúðkaupinu í ljósi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En ættingjar voru ekki sáttir við að brúðkaupinu yrði frestað og þrýstu mjög á brúðhjónin tilvonandi um að láta það fara fram á tilsettum tíma.
Það var síðan gert og gekk fólkið í hjónaband. Tveimur dögum síðar lést brúðguminn. Lík hans var brennt og engin sýni tekin úr því til að kanna hvort það hafi verið COVID-19 sem varð honum að bana en líkur eru leiddar að því að svo hafi verið. Telecinco skýrir frá þessu.
Þegar brúðguminn lést lá ljóst fyrir að um 100 brúðkaupsgestir voru smitaðir af COVID-19. 15 þeirra eru skyldir brúðgumanum og brúðinni. Það styrkir grunsemdirnar um að það hafi verið COVID-19 sem varð brúðgumanum að bana.
350 COVID-19 smit hafa greinst í Patna, þar af 100 tengd brúðkaupinu.