fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Nauðgaði nemanda og giftist honum svo – Nú er hún látin

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 21:00

Mary Kay Letourneau og Vili Fualaau. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan um Mary Kay Letourneau, sem var dæmd sek fyrir nauðgun á nemanda sínum og endaði svo með að giftast honum, gekk fjöllunum hærra undir lok tíunda áratugarins.

Nú er hún látin, 58 ára að aldri. New York Times greindi frá þessum eftir að hafa fengið lát hennar staðfest hjá lögfræðingi hennar.

Mary Kay Letouneau var 34 ára gömul, gift og fjögurra barna móðir, þegar hún svaf hjá Vili Fualaau, sem var á þeim tíma aðeins 12 ára gamall grunnskólanemandi. Vegna ungs aldurs hans flokkaðist þetta sem nauðgun.

Kennarinn varði á sínum tíma samband sitt og nemandans, sem var 22 árum yngri en hún. Vili Fualauu gerði slíkt hið sama.

Þau eignuðust tvö börn saman áður en Vili Fualaau náði fimmtán ára aldri og gengu í hjónaband árið 2005 eftir að Mary hafði afplánað sjö og hálfs árs fangelsisdóm, sem hún hlaut fyrir nauðgun. Þau skildu árið 2019.

Samkvæmt New York Times lést Mary Kay Letourneau á mánudag eftir baráttu við krabbamein. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingi hennar voru Vili Fualaau og börn þeirra við hlið hennar þegar hún lést á heimili sínu í nágrenni Seattle.

Mary Kay Letourneau hóf kynferðislegt samband sitt við Vili Fualaau árið 1996, þegar hann var aðeins 12 ára gamall. Þau eignuðust fyrra barn sitt árið 1997, á meðan hún beið þess að dómur yrði kveðinn upp í máli hennar.

Dómur hennar var lækkaður og í fyrstu sat hún aðeins inni í þrjá mánuði, en þar sem hún fylgdi ekki fyrirmælum dómstóla um að halda sig frá Vili Fualaau var hún aftur send í fangelsi árið 1998. Árið 1998 ól hún annað barn sitt og Vili Fualaau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri