Konan segist hafa spurt fyrrverandi mann sinn hvort hann vildi taka yfir lottómiða fjölskyldunnar, en þau höfðu verið með hann í áskrift í mörg ár, en hann hafi neitað því. Hún neitar því jafnframt að hún muni deila vinningnum með fyrrverandi manni sínum. Hún segir hún hafi alltaf greitt fyrir miðann og hafi því ekki samviskubit yfir því að halda vinningnum, honum hafi jú verið boðinn miðinn.
Samkvæmt Danske Spil liðu tveir mánuðir áður en konan komst að því að hún væri milljónamæringur. Hún hafði nefnilega gleymt að uppfæra persónuupplýsingar sínar og þess vegna var ekki hægt að hafa samband við hana til að segja henni fréttirnar.
Þegar Danske Spil komst loksins í samband við konuna var hún afar tortryggin og hélt að um svindl væri að ræða og segist hafa neitað að gefa upp reikningsnúmerið sitt og trúði engu fyrr en hún skoðaði stöðuna á lottóreikningnum sínum og sá að inneignin var yfir 20 milljónir króna. Upphæðin var lögð inn á bankareikning konunnar strax daginn eftir.
Konan segist aðeins hafa sagt einum fjölskyldumeðlimi og örfáum vinum frá vinningnum. Börnin hennar vita ekki af vinningum, hún segist helst vilja dekra við þau og barnabörnin í laumi.