Eitt mál situr ofarlega í huga hennar.
„Ég skrifaði undir samning. Þegar ég byrjaði hjá félaginu hringdi yfirmaður í mig. Hann vildi sofa hjá mér. Ég sagði nei og yfirgaf félagið.“
Sagði hún í samtali við Alo. Í nýrri bók segir hún að mál sem þetta hafi ekki verið einsdæmi. Hún upplifið álíka hluti margoft á ferlinum, það er að háttsettir menn innan liðanna vildu stunda kynlíf með henni.
Hún var rekin frá félagi einu þegar hún neitaði að stunda kynlíf með yfirmanni og fékk að auki ekki greidd laun fyrir þann tíma sem hún hafði verið hjá félaginu. Hún segir þetta hafa verið erfiðan tíma en hún sjái ekki eftir neinu.
„Ég er ánægð með að ég glennti ekki fæturna í sundur. Ég gerði það ekki því ég þénaði vel og ég gerði það ekki þegar ég fékk ekki neitt borgað. Ég er með góða samvisku og get horft á sjálfa mig í spegli án vandræða.“