fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Pressan

Neil Young er ósáttur við tónlistarval Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 20:05

Donald Trump á kosningafundi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski rokkarinn Neil Young er allt annað en sáttur við að Donald Trump leiki tónlist hans á kosningafundum sínum. Það er í raun eitt og annað sem bendir til að Trump sé mikill aðdáandi Young en á hinn bóginn er fátt sem bendir til að Young sé mikill aðdáandi Trump.

Á föstudaginn stóð Trump fyrir samkomu til að fagna því að 244 ár voru liðin frá því að Bandaríkin fengu sjálfstæði frá Bretlandi voru þrjú af lögum Young leikin og það reitti hann til reiði. Huffington Post skýrir frá þessu.

Í athugasemd við myndband á Twitter, þar sem sýnt var frá samkomunni, gerði Young það ljóst að hann er ekki sáttur við að Trump noti tónlist hans í tengslum við fundahöld sín.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Young lýsir andstöðu við notkun Trump á tónlist sinni. Young fékk bandarískan ríkisborgararétt í janúar og við það tilefni birti hann bréf til Trump á heimasíðu sinni. Í bréfinu lét hann Trump hafa það óþvegið og sagði hann „smánarblett“ á Bandaríkjunum. Einnig kom skýrt fram að hann vilji ekki að Trump noti tónlist hans á fundum sínum.

Auk Young hafa listamenn og hljómsveitir á borð við The Rolling Stones, Elton John, Adele, Village People og R.E.M. krafist þess að Trump hætti að nota tónlist þeirra á kosningafundum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon