fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Kom í heiminn með getnaðarvarnarlykkju móðurinnar í höndinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 07:01

Drengurinn með lykkjuna. Mynd:Hai Phong International Hospital

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýfætt barn í Víetnam var myndað með lykkjuna sem koma átti í veg fyrir að móðirin myndi eignast fleiri börn. Hin 34 ára gamla móðir hafði eignast tvö börn og mun hafa látið koma lykkjunni fyrir til þess að koma í veg fyrir frekari barneignir. Sú varð ekki raunin.

Þegar barnið fæddist fylgdi lykkjan með, það var þó ekki fyrr en eftir fæðinguna sem barnið tók lykkjuna í höndina. VN Express skýrir frá þessu. Myndir, sem fæðingarlæknir á Hai Phong International sjúkrahúsinu í Víetnam tók, sýna barnið halda fast um lykkjuna.

„Eftir fæðinguna fannst mér það áhugavert að hann héldi á lykkjunni, svo ég tók mynd. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi vekja svona mikla athygli“, segir læknirinn.

Facebookfærsla sjúkrahússins hefur vakið mikla athygli og fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um málið.

Hann segir að ástæða þess að getnaðarvörnin virkaði ekki sem skyldi gæti verið sú að hún hafi færst úr stað. Drengnum, sem vó 3,2 kíló, heilsast vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?