fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Flugfélag í vanda fer nýjar leiðir – Skiptir flugvélum út með járnbrautalestum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 11:15

Vél frá Austrian Airlines. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríska flugfélagið Austrian Airlines á í miklum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þurfti ríkissjóður að koma félaginu til bjargar en á móti þarf félagið að uppfylla ýmsar kröfur.

Meðal þess eru kröfur er snúa að umhverfisvernd. Til að mæta þessum kröfum hefur félagið ákveðið að hætta að fljúga á milli Vínarborgar og Salzburg en í staðinn ætlar félagið að annast lestarsamgöngur á þessari leið. CNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að félagið hafi fengið 600 milljónir evra í stuðning frá ríkinu en verði á móti að minnka losun gróðurhúsalofttegunda innanlands um helming fyrir 2050 og hætta að fljúga á milli staða sem beinar lestarsamgöngur eru á milli ef lestarferð tekur skemmri tíma en þrjár klukkustundir.

Frá 20. júlí mun félagið bjóða upp á 31 lestaferð daglega á milli Vínarborgar og Salzburg en í dag eru ferðirnar þrjár. Rúmlega 200 kílómetrar eru á milli borganna og tekur flug á milli þeirra um 45 mínútur en þegar biðtími í flugstöðvum er lagður við þennan tíma þá tekur það oft meira en 2 klukkustundir og 49 mínútur að komast flugleiðis á milli borganna eða álíka langan tíma og lestarferð tekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Í gær

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega