Í nýrri greiningu frá Coresight Research, sem er bandarískt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í verslun og tækni, er gert ráð fyrir því að 25% af þeim 1200 vöruhúsum sem eru í Bandaríkjunum eigi það á hættu að verða lokað á næstu fimm árum. New York Times greinir frá þessu.
„Við hefðum ekki getað ímyndað okkur að svo mörg fyrirtæki myndu verða gjaldþrota og ég held, því miður, að þróunin muni halda áfram út árið 2020” segir Deborah Weinswig, stofnandi Coresight Research í viðtali við blaðið.
Vöruhúsin hafa átt undir högg að sækja með aukinn vefverslun og allt lítur út fyrir að sú þróun muni halda áfram. Það er gert ráð fyrir því að stór hluti Bandaríkjamanna muni óttast það að fara í vöruhús full af fólki og muni frekar velja að versla á netinu. Í júní á síðasta ári komst bandaríska gagnastofnunin, CoStar Group, að þeirri niðurstöðu að 84% bandarískra vöruhúsa stæðu vel fjárhagslega. Margar verslunarkeðjur munu þurfa að grípa til þess ráðs að loka verslunum, Victoria‘s Secret mun loka 250 verslunum á næstunni og Gap mun þurfa að loka um 170 verslunum.
Í maímánuði sóttu verslunarkeðjurnar Neiman Marcus, J. Crew, JC Penney og Stage Stores um aðstoð til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot.