fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Pressan

Ný kenning um uppruna kórónuveirunnar – Sérfræðingar efast

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiran, sem veldur COVID-19, kom fyrst fram á sjónarsviðið í Wuhan í Kína í lok síðasta árs. En getur virkilega verið að hún eigi ekki rætur að rekja þangað?

Í samtali við kínverska dagblaðið Global Times, sem er stýrt af kommúnistastjórninni, sagði Wang Guangfa, prófessor í lungnasjúkdómum við háskóla í Peking, að hugsanlega hafi veiran átt upptök sín á Spáni. Það styður hann með því að nýlega var skýrt frá því að leifar af veirunni hefðu fundist í skólpi í Barcelona frá því í mars á síðasta ári. Það er löngu áður en fyrsta tilfellið greindist í Wuhan.

Alþjóðlegir sérfræðingar hafa gagnrýnt niðurstöður spænsku rannsóknarinnar og segja hana ekki marktæka. Francois Balloux, forstjóri UCL Genetics Institute í Lundúnum, hefur til dæmis sagt að líklegast sé að sýni hafi víxlast eða blandast.

Kínverjar beina nú sjónum sínum að Spáni og má kannski skoða það í ljósi þess að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO sendir fljótlega sérfræðingateymi til Kína en það á að reyna að komast að hvar kórónuveiran, sem hefur nú orðið rúmlega hálfri milljón manna að bana, átti upptök sín.

Kínversk stjórnvöld telja ekki rétt að beina rannsókninni bara að Kína og vilja einnig að álíka rannsóknir fari fram í öðrum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Í gær

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei