Samkvæmt frétt Sky þá byggist vinna vísindamannanna á tölvulíkunum af hafinu sem er undir ísilögðu yfirborði Evrópu. Evrópa er eitt stærsta tungl sólkerfisins.
Samkvæmt útreikningum vísindamanna við Jet Propulsion Laboratory, sem er í eigu NASA, bendir margt til að hafið hafi myndast við niðurbrot málma sem innihalda vatn. Rannsóknin, sem hefur ekki verið ritrýnd, var kynnt á Goldschmidt 2020 jarðefnaráðstefnunni nýlega.
Vísindamennirnir þróuðu tölvulíkön sín út frá gögnum frá sem var aflað í Galileo leiðangri NASA og með Hubble geimsjónaukanum. Fyrir fjórum árum uppgötvaði Hubble að vatn spýtist upp frá yfirborði Evrópu.
Dr. Mohit Melwani Daswani, sem stýrði rannsókninni, segir meðal annars um þetta:
„Við teljum að þetta haf geti hentað vel fyrir líf. Europa Clipper geimfar NASA verður sent af stað á næstu árum og verkefni okkar er að undirbúa geimferðina sem beinist að rannsóknum á lífsskilyrðum á Evrópu.“