Drykkir af þessu tagi eru mjög vinsælir meðal fólks á aldrinum 25 til 35 ára. Um er að ræða hitaeiningalitla drykki sem fólk drekkur í stað bjórs og annarra drykkja, til dæmis Breezer, sem innihalda meira af sykri.
Samkvæmt frétt The Mirror hefur Coca-Cola haldið sig við það síðustu 126 ár að selja eingöngu gosdrykki. Bandaríska fagblaðið The Grocer segir að Coca-Cola hafi nú skráð vörumerkikð EH Canning Co sem áfengisdrykk og hafi því stigið stórt skref að því að setja eigin vöru á markaðinn sem mun væntanlega keppa við seltzer-drykki. Það er einnig sagt liggja í kortunum að varan verði varla seld undir vörumerkjum Coca-Cola sem mun halda áfram að vera helgað áfengislausum drykkjum.