Lögreglan afhjúpaði nýlega net svikahrappa sem hafði haft 250.000 evrur af ferðamönnum. Ferðamennirnir leigðu sér að því er virtist góðar íbúðir sem þeir fundu á netinu. Þeir greiddu leiguna fyrir fram en þegar á staðinn var komið kom í ljós að þeir gátu ekki búið í þeim því þær voru bara ekki til leigu. Lögreglan hefur komið upp um rúmlega 100 slík mál en telur að þau séu mun fleiri.
Rannsókn hófst þegar sífellt fleiri ferðamenn sneru sér til lögreglunnar um allt landið og tilkynntu um svik af þessu tagi. Tölvuglæpadeild lögreglunnar fór þá að rannsaka málið og ætlar að halda því áfram. Í síðustu viku voru fimm handteknir í Alicante vegna gruns um aðild að þessari umfangsmiklu svikastarfsemi.