fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Faðir myrti 14 ára dóttur sína – Málið vekur mikla ólgu í Íran

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 22:00

Romina Ashrafi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Resa Ashrafi skar 14 ára dóttur sína á háls með sigð hringdi hann í lögmann. Hann spurði lögmanninn hversu þungan dóm hann ætti yfir höfði sér ef hann myrti dóttur sína. Lögmaðurinn sagði honum að hann myndi ekki vera dæmdur til dauða og líklega myndi hann vera dæmdur í 3 til 10 ára fangelsi.

Dóttirin, Romina, hafði í hyggju að stinga af með 29 ára unnusta sínum. Það hefði verið fjölskyldunni mikill álitshnekkir að mati föður hennar og því ræddi hann við lögmanninn. Nokkrum vikum síðar stakk Romina af með unnustanum. Þau ætluðu að ganga í hjónaband, stúlkur mega giftast 13 ára í Íran, en Resa neitaði að samþykkja ráðahaginn.

Flóttinn varði í fimm daga áður en lögreglan fann þau. Romina var flutt heim til sín þrátt fyrir að hafa margoft sagt að hún væri hrædd um líf sitt. Tveimur dögum síðar gekk Resa inn í herbergi dóttur sinnar á meðan hún svaf og skar hana á háls. Því næst gaf hann sig fram við lögregluna og hafði sigðina meðferðis.

Í Íran er refsingin við morði yfirleitt í anda ákvæða sharíalaga um „auga fyrir auga“ en það á ekki við um þegar feður myrða börn sín. Íranska dagblaðið Ebtekar segir að Resa megi jafnvel eiga von á vægari dómi en þeim 3 til 10 árum sem lögmaður hans nefndi við hann. Ástæðan er að hér er um svokallað „heiðursmorð“ að ræða. Hugtakið er umdeilt á Vesturlöndum enda mjög á skjön við hugsunarhátt og siði. Í því felst að einhver, yfirleitt stúlka eða kona, er myrt af karlkyns ættingja til að verja meintan heiður fjölskyldunnar sem viðkomandi telur ógnað vegna hegðunar hinnar myrtu.

Resa telur sjálfur að með morðinu hafi hann sýnt að hann sé „heiðursmaður“ hafa íranskir fjölmiðlar eftir frænku Romina.

Vekur óhug

En það hversu hryllilegt morðið var hefur hrist upp í írönsku þjóðinni og beint sjónum fólks að þessum svokölluðu „heiðursmorðum“ sem eru oft þögguð í hel af fjölmiðlum og yfirvöldum eða þá að þau eru skráð sem mannshvörf eða sjálfsvíg.

Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um þetta mál og eru fjölmiðlar, hliðhollir ríkisstjórninni, þar engin undantekning. Fjölmiðlarnir hafa tekið afstöðu gegn „stofnanabundnu ofbeldi“ gegn konum og stúlkum í „karlaveldinu Íran“ og harmað að bæði félagslegt og trúarlegt kerfi landsins geti ekki veitt þeim vernd.

Málið hefur verið mikið til umfjöllunar á samfélagsmiðlum og margar konur hafa stigið fram og skýrt frá hvernig þeim hefur verið misþyrmt og þær misnotaðar kynferðislega af karlkyns ættingjum.

Þetta hefur hrist upp í stjórnvöldum og nýlega sagði Ali Khamenei, æðstiklerkur landsins, að það þurfi þyngri refsingar yfir sérhverjum karli sem misþyrmir konum. Hassan Rouhani, forseti, hvatti þingið til að flýta afgreiðslu lagafrumvarps sem gerir refsivert að misþyrma börnum og ungmennum kynferðislega, tilfinningalega og líkamlega. Í kjölfarið risu íhaldssöm öfl upp og sökuðu Romina Ashrafi um að hafa verið lausláta og hafi vanvirt trúarlegar reglur og menningarlegar siðvenjur.

Þingið kom þó á óvart og samþykkti lög, þau fyrstu sinnar tegundar, sem banna tilfinningalegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum. Það tók þingið 11 ár að afgreiða frumvarpið. Gagnrýnendur segja þau ekki ganga nægilega langt hvað varðar refsingar yfir feðrum. Ef lögin hefðu verið í gildi þegar Romina hljópst á brott hefði lögreglan ekki mátt flytja hana aftur til foreldra sinna því hún óttaðist um líf sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti