„Við erum sannfærð um að þeim mun fleiri augu sem sjá þetta, þeim mun fleiri vísbendingar munum við hafa til að fylgja eftir og það geti á endanum orðið til þess að hægt verði að bjarga þessum börnum.“
Segir á heimasíðu Europol.
Fólk er beðið um að skoða myndirnar og velta fyrir sér hvort það hafi séð munina áður eða hvort það viti um uppruna þeirra. Það er hægt að koma upplýsingum um þetta til Europol í skjóli nafnleyndar. Þegar Europol veit hvaðan munirnir eru er hægt að gera lögreglu í viðkomandi löndum viðvart og hún getur haldið rannsókn áfram.
New objects featured in child sexual abuse images published today on https://t.co/Lu7oYs6j40
Do you recognise them? 🔍 The more eyes on clues, the more leads to find offenders. Just a little of your time could help police to save a child.#StopChildAbuse #TraceAnObject pic.twitter.com/SaBSya4s1h
— Europol (@Europol) June 30, 2020
„Vonandi getur þetta orðið til þess að hægt verði að bera kennsl á bæði geranda og fórnarlamb.“
Segir á heimasíðu lögreglunnar.
Meðal annars er um að ræða boli, buxur, armbönd og sokka. Myndirnar hafa verið klipptar til þannig að aðeins munirnir sjást á þeim. Hér er hægt að sjá þá og veita upplýsingar.