fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Dularfull geislavirkni í Skandinavíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 18:45

Svíar vilja meiri samvinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi hafa að undanförnu mælt aukna geislavirkni í löndunum. Hollensk yfirvöld telja líklegt að uppruna geislavirkninnar megi rekja til vesturhluta Rússlands.

Á föstudaginn sögðu hollensk yfirvöld að útreikningar sýni að geislavirkar samsætur (ísótópar) berist frá vesturhluta Rússlands. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Að mati hollenskra yfirvalda getur þetta bent til að tjón hafi orðið á brennsluhlutum í kjarnorkuveri.

Rússneska Tass fréttastofan segir að hvorugt kjarnorkuverið í norðvesturhluta Rússlands hafi tilkynnt um vandamál.

Um lítið magn samsæta er að ræða og er það hættulaust í því magni sem það er nú í Skandinavíu. Astrid Liland, hjá norsku almannavörnunum, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að ef kjarnorkuslys hefði orðið myndu mælast miklu hærri gildi geislavirkni en nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki