Sérfræðingar veltu vöngum yfir hvað lægi að baki þessari hugmynd Trump og voru margar tilgátur á lofti. Nú hefur John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, svipt hulunni af hugsuninni á bak við þetta tilboð. Það gerði hann nýlega í samtali við The Times.
Bolton segir að þetta hafi verið hluti af taktískri áætlun Bandaríkjamanna sem hafi áhyggjur af að Kínverjar reyni að kaupa sig til áhrifa á norðurslóðum. Það sé liður í áætlunum Kínverja um að seilast til áhrifa víða um heim. Þetta sé kallað „dollar-diplomaticy“ þar sem Kínverjar moka peningum inn í skuldsett smáríki sem þeir geta síðan stjórnað. Þetta hafi þeir gert víða í Kyrrahafinu og reyni nú fyrir sér á mikilvægum svæðum eins og til dæmis Grænlandi.
Kaupin á Grænlandi áttu að hræða Kínverja frá því að reyna að seilast til áhrifa á norðurslóðum að sögn Bolton.