Flestar hryðjuverkaárásir og fyrirætlanir í Bandaríkjunum koma frá öfgahægrimönnum og þetta hefur færst í aukana á síðustu árum segja skýrsluhöfundar.
„Hryðjuverk öfgahægrimanna hafa í miklum mæli skotið öðrum hópum ref fyrir rass.“
Segir meðal annars í skýrslunni sem er byggð á rannsóknum á 893 hryðjuverkum eða hryðjuverkaáætlunum. Á síðasta ári stóðu öfgahægrimenn á bak við tvo þriðju hluta allra hryðjuverka og fyrirætlanir um slíkt í Bandaríkjunum. Það sem af er ári er hlutfallið 90 prósent.