fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Pressan

Leiðtogi danskra öfgahægrimanna dæmdur í fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 14:00

Rasmus Paludan, sem er danskur öfgahægrimaður, hefur verið iðinn við að brenna Kóraninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Rasmus Paludan, lögmaður og stofnandi og formaður öfgahægriflokksins Stram Kurs, dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynþáttahatur og fleira.

Danska ríkisútvarpið segir að Paludan sé mjög ósáttur við dóminn sem hann segi „valda skaða á trúnni á lýðræði“. Hann segir dóminn algjörlega á skjön við dómvenjur.

Ákæran á hendur Paludan var í fjórtán liðum og sneri að kynþáttahatri, ærumeiðingum og gáleysislegum akstri. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, þar af eru tveir mánuðir skilorðsbundnir, og sviptur réttinum til að sinna lögmennsku í tengslum við sakamál næstu þrjú árin.

Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að segja að „Danir og Danmörk séu allt of þróuð og fullkomin til að geta þrifist með lágtsettu múslímsku menningarrusli“.

Það var virt honum til refsiþyngingar að upptökur af þessum ummælum og fleiri voru birt á Facebooksíðu Stram Kurs og YouTube-rás flokksins.

Hann var einnig sakfelldur fyrir ærumeiðingar í garð konu af sómölskum ættum í mótmælum á síðasta ári. Hann þarf að greiða henni 30.000 danskar krónur í bætur. Í mótmælunum sagði Paludan hátt og skýrt:

„Þessa múslímsku sómölsku konu, sem stendur þarna,  hef ég margoft séð á Istegade þar sem hún er reiðubúin til að taka á móti viðskiptavinum.“

Fyrir dómi sagði Paludan að hann hefði ekki meint að konan væri vændiskona en Istegade er þekkt vændisgata. Dómurinn tók ekki mark á þeirri skýringu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt