CNN skýrir frá þessu. Hjónunum brá mjög við þetta og birtu í kjölfarið mynd af pizzunni á samfélagsmiðlum.
„Í smá stund sögðum við ekki neitt, þar til konan mín spurði mig hvort ég ætti hlut að máli.“
Sagði Jason í samtali við CNN og bætti við að hann hefði ekki haft neitt með þetta að gera.
Hjónin birtu myndir af pizzunni og settu sig í samband við eiganda veitingastaðarins.
„Það eru atburðir eins og þessi sem halda lífi í því hatri sem er til staðar í heiminum. Við höfum öll þörf fyrir það gagnstæða á þessum tímum.“
Sagði Jason.
Tveir starfsmenn veitingastaðarins játuðu að hafa gert hakakrossinn á pizzuna og eru þeir nú atvinnulausir.
„Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart kynþáttahatri og misrétti í hvaða formi sem það er og það voru mikil vonbrigði að þetta skyldi gerast. Þetta gengur þvert á þau gildi sem við stöndum fyrir.“
Sagði Jill Proctor, talsmaður Little Ceasar keðjunnar.