fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Deilur um nektarmyndir enduðu með morði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 07:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn dæmdi dómstóll í Herning í Danmörku þá Jan Weng Jensen, 39 ára, og Rasmus Stærk, 33 ára, í 13 ára fangelsi fyrir morð. Fórnarlamb þeirra var Kenneth Linde Simonsen, 47 ára, en hann fannst látinn austan við Skjern í febrúar á síðasta ári. Hann lést af völdum áverka sem hann hlaut vegna fjölda högga og sparka sem hinir dæmdu létu dynja á honum.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Jensen og Stærk hefðu í sameiningu staðið að morðinu. Annar þeirra sagði fyrir dómi að þeir hefðu látið höggin dynja á Simonsen því hann hefði verið með nektarmyndir af sameiginlegri vinkonu þeirra í fórum sínum.

Jensen átti í kynferðislegu sambandi við umrædda konu á þessum tíma og hafði gert Simonsen ljóst að hann mætti ekki sýna neinum myndirnar. Simonsen neitaði að vera með nektarmyndir af konunni.

Þessu trúði Jensen ekki og byrjað að slá hann og síðan byrjaði Stærk einnig að láta höggin dynja á honum. Þeir skildu Simonsen síðan eftir og báru fyrir dómi að hann hefði staðið í lappirnar þegar þeir yfirgáfu hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“