fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 20:00

Krónurnar streymdu yfir Eyrarsund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að margir Danir hafa kosið að bæta við bankainnistæður sínar sem hafa gildnað töluvert á undanförnum árum. Í maí jukust innlán danskra banka um 12 milljarða danskra króna og voru þá orðin 999 milljarðar. Það er því ekki langt í að Danir eigi eina billjón króna í bönkum landsins.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu og vitnar í tölur frá danska seðlabankanum.

Þetta svarar til þess að hver Dani, 18 ára og eldri, eigi að meðaltali 215.000 krónur í banka. En auðvitað er staðan ekki þannig að allir eigi jafnmikið. Sumir eiga lítið, aðrir ekkert og enn aðrir mikið.

Á síðasta ári jukust bankainnistæður landsmanna um 64 milljarða og segja hagfræðingar að það sé vegna góðrar þróunar í efnahagslífinu og fjármálum almennings. Auk þess hafi fólk farið varlega og ekki eytt öllum ráðstöfunartekjum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Í gær

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé