fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Lögreglumenn reknir – „Við skulum bara fara út og slátra þeim“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: EPA/CAITLIN PENNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur lögreglumönnum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur verið vikið úr starfi eftir að upp komst um gróft og kynþáttaníðshlaðið samtal þeirra. Donny Williams, lögreglustjóri, tilkynnti á fréttamannafundi í síðustu viku að hann hefði ákveðið að reka þremenningana úr starfi.

Hann sagði það mjög erfiðan dag fyrir hann sem nýjan lögreglustjóra að ein af fyrstu ákvörðununum sé að reka þrjá reynda lögreglumenn úr starfi fyrir hegðun þeirra. Það sé aldrei auðvelt að reka fólk en þau tilfelli komi upp þar sem það sé nauðsynlegt.

Hann sagði jafnframt að hann hefði ákveðið að veita mun meiri upplýsingar um málið en hann hefði gert undir öðrum kringumstæðum. Lögreglumennirnir brutu að hans sögn reglur um hvernig á að hegða sér og tala. NBC News hefur eftir honum að innra eftirlit lögreglunnar hafi hafið rannsókn á málinu í byrjun júní eftir að farið var yfir upptökur úr eftirlitsmyndavél í lögreglubíl eins þremenningana.

„Virðingarleysi einkenndi samtölin sem voru lituð af hatri og talað var um svarta með N-orðinu.“

Sagði hann. NBC segir að auk þess hafi verið talað á grófan hátt um Williams, sem er svartur, og fleiri svarta lögreglumenn.

Tveir lögreglumannanna eru einnig sagðir hafa rætt um dauða George Floyd og þau mótmæli sem fylgdu í kjölfarið. Annar þeirra er sagður hafa sagt að hann telji að ný borgarastyrjöld sé við það að brjótast út og að hann ætli að vera undir hana búinn. Þegar hann er að ræða um að neyðarástandi verði lýst yfir segir hann:

„Við skulum bara fara út og slátra þeim.“

Síðan talar hann niðrandi um svart fólk og segir síðan:

„Ég get ekki beðið. Guð, ég get ekki beðið.“

Hinn lögreglumaðurinn sagðist þá vera ósammála honum.

Allir lögreglumennirnir neituðu að vera kynþáttahatarar og sögðu ummælin hafa fallið í hita umræðunnar um stjórnmálaástandið í dag. Þeir neita ekki að hafa sagt það sem fram kemur á upptökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans