Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Ráðuneytið segir að útreikningarnir séu byggðir á nýjustu upplýsingum um þennan samfélagshóp. Í fréttatilkynningu er haft eftir Mattias Tesfaye, ráðherra útlendingamála, að hann gleðjist yfir að tölurnar færist í rétta átt en það gangi allt of hægt. Nú sé glímt við gamlar skuldir sem hafi myndast vegna misheppnaðrar pólitískrar stefnu í málaflokknum.
Fjármálaráðuneytið birti einnig uppgjör vegna kostnaðar við innflytjendur frá Vesturlöndum og afkomenda þeirra. Hann reyndist í raun ekki til staðar því þessir innflytjendur skiluðu um sjö milljörðum danskra króna í plús í ríkissjóð árið 2017.
Í heildina námu útgjöld danska ríkisins vegna innflytjenda og afkomenda þeirra því 25 milljörðum danskra króna árið 2017.