Úrkoma og eldingar hafa valdið miklu tjóni á trjám og eignum það sem af er monsúntímabilinu. Yfirvöld hafa hvatt fólk til að halda sig innandyra og sýna aðgæslu þegar óveðri er spáð en nóg er af því í kortum veðurfræðinga.
Yfirvöld segja að þetta sé mesta manntjón af völdum eldinga árum saman í Bihar. Rúmlega 2.300 manns létust af völdum eldinga 2018 og að minnsta kosti 2.000 manns hafa látist af völdum eldinga árlega frá 2005. Ein af ástæðunum fyrir þessu er hversu margir vinna utandyra en það setur fólk í meiri hættu.