fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Pressan

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 21:00

Boris Johnson, forsætisráðherra er ekki sáttur við andstæðinga bólusetninga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lofar samlöndum sínum miklum opinberum framkvæmdum og fjárfestingum á næstunni, hann segir umfangið verða í „Roosevelt-stíl“. Þar vísar hann til „New Deal“ áætlunar Franklin D. Roosevelt, Bandaríkjaforseta, sem skapaði mörg ný störf við opinberar framkvæmdir og átti stóran hlut að máli við að koma Bandaríkjunum í gegnum kreppuna miklu á fjórða áratug síðustu aldar.

Johnson segir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi verið mikil hörmung fyrir Bretland og muni ríkisstjórnin rannsaka hvað fór úrskeiðis en nú sé ekki rétti tíminn til að rannsaka mistök stjórnmálamanna og yfirvalda eða hverjir brugðust.

„Þetta hefur verið algjör hörmung. Það er engin ástæða til að spara lýsingarnar. Ég tel að þetta hafi verið hrein martröð fyrir landið og að það hafi hrikt í grunnstoðum þess.“

Sagði hann í samtali við Times Radio.

Johnson, sem lá sjálfur á gjörgæsludeild um tíma með COVID-19, segir að ríkisstjórnin skuldi öllum þeim sem hafa látist af völdum veirunnar eða hafa þjáðst af hennar völdum að málið verði rannsakað gaumgæfilega, „hvað hafi farið úrskeiðis og hvenær“.

Hann sagði að gripið verði til umfangsmikilla opinberra fjárfestinga á vegum hins opinbera til að koma efnahagslífinu í gang, það væru að hans mati mikil mistök ef haldið yrði áfram á sparnaðarnótum á næstunni.

Hann sagði að ríkisstjórnin muni tvöfalda fjárfestingaráætlanir sínar miðað við það sem nú er en þær eru metnar á um 133 milljarða punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla