fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Rolling Stones hafa fengið nóg – Hóta Trump lögsókn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 16:00

Félagarnir í Rolling Stones hafa fengið sig fullsadda á Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkhljómsveitin Rolling Stones hefur fengið nóg og hótar að höfða mál á hendur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, ef hann hættir ekki að nota tónlist hljómsveitarinnar í bakgrunni á framboðsfundum sínum.

Á nýlegum kosningafundi Trump í Tulsa í Oklahoma var lagið „You Can‘t Always Get What You Want“ í flutningi Rolling Stones leikið. Hljómsveitin hefur kvartað undan notkun Trump á lögum hennar allt frá 2016 en það hefur engu breytt, Trump hefur óhikað notað lög hljómsveitarinnar á framboðsfundum sínum.

Við embættistöku hans 2017 var lagið „Heart of Stone“ leikið. En nú hafa meðlimir Rolling Stones endanlega fengið sig fullsadda af þessu. Með aðstoð bandarísku BMI samtakanna, sem annast hagsmunagæslu fyrir listamenn, hafa þeir fundið leið til að lögsækja Trump fyrir brot á höfundarrétti þeirra.

Tímaritið Rolling Stone hefur eftir hljómsveitarmeðlimum að framboðsfundurinn í Tulsa hafi hugsanlega verið sá síðasti sem Trump notaði tónlist hljómsveitarinnar því ef hann haldi þessu áfram verði mál höfðað á hendur honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki