fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Rolling Stones hafa fengið nóg – Hóta Trump lögsókn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 16:00

Félagarnir í Rolling Stones hafa fengið sig fullsadda á Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkhljómsveitin Rolling Stones hefur fengið nóg og hótar að höfða mál á hendur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, ef hann hættir ekki að nota tónlist hljómsveitarinnar í bakgrunni á framboðsfundum sínum.

Á nýlegum kosningafundi Trump í Tulsa í Oklahoma var lagið „You Can‘t Always Get What You Want“ í flutningi Rolling Stones leikið. Hljómsveitin hefur kvartað undan notkun Trump á lögum hennar allt frá 2016 en það hefur engu breytt, Trump hefur óhikað notað lög hljómsveitarinnar á framboðsfundum sínum.

Við embættistöku hans 2017 var lagið „Heart of Stone“ leikið. En nú hafa meðlimir Rolling Stones endanlega fengið sig fullsadda af þessu. Með aðstoð bandarísku BMI samtakanna, sem annast hagsmunagæslu fyrir listamenn, hafa þeir fundið leið til að lögsækja Trump fyrir brot á höfundarrétti þeirra.

Tímaritið Rolling Stone hefur eftir hljómsveitarmeðlimum að framboðsfundurinn í Tulsa hafi hugsanlega verið sá síðasti sem Trump notaði tónlist hljómsveitarinnar því ef hann haldi þessu áfram verði mál höfðað á hendur honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“