Gita Gopinath, aðalhagfræðingur sjóðsins, kynnti niðurstöðuna nýlega og sagði að þær miklu lokanir sem gripið var til í tengslum við faraldurinn hafi gert að verkum að hægt var að draga úr smiti og bjarga mannslífum en þetta hafi einnig valdið verstu efnahagskreppunni á heimsvísu síðan í kreppunni miklu á fjórða áratugnum.
Kína er eina G20 ríkið sem væntir jákvæðs hagvaxtar á árinu og því næsta. Rúmlega 75% þeirra landa sem hafa gripið til lokana vegna faraldursins eru nú að opna á nýjan leik en á sama tíma færist faraldurinn í aukana í vanþróuðum ríkjum og iðnríkjum. Þetta telur sjóðurinn vera mestu ógnina í dag.
Gopinath sagði einnig að þar til læknisfræðileg lausn finnist sé mjög óvíst hvernig þróun efnahagslífs verður sem og að þróunin í einstökum greinum og löndum verði einnig mjög ójöfn.