Sérfræðingarnir segja miklar líkur á að margir staðbundnir faraldrar komi upp þar sem margir munu smitast. Bretland er á meðal þeirra þriggja landa þar sem flestir hafa látist af völdum veirunnar. Staðfestum smittilfellum hefur þó fækkað að undanförnu.
Veitingastaðir fá að opna á nýjan leik í byrjun júlí og fjarlægðarkröfur á milli fólks verða minnkaðar úr tveimur metrum í einn. Bretum verður gert að nota munnbindi á almannafæri.
Önnur bylgja heimsfaraldursins hvílir eins og martröð á yfirvöldum víða um heim og þrýsta margir stjórnmálamenn nú á að undirbúningur hefjist nú þegar undir hvernig á að takast á við þá bylgju.