Samkvæmt frétt Ekstra Bladet þá var ekkert grunsamlegt við andlát konunnar sem var á tíræðisaldri. Talsmaður lögreglunnar sagði að konan hafi látist fyrir nokkrum árum. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að um 2 til 3 ár sé að ræða.
En nánustu ættingjar konunnar höfðu ekki tilkynnt um andlát hennar og ekkert benti til að hún væri látin því ellilífeyrir hennar var tekin út í hverjum mánuði. Dóttir konunnar er grunuð um að hafa gert það og hefur hún nú stöðu grunaðs við rannsókn málsins.
Mæðgurnar voru báðar skráðar til heimilis í íbúðinni en dóttirin bjó að öllum líkindum ekki í henni eftir andlát móður sinnar að mati lögreglunnar sem segir að fyrir utan að lík gömlu konunnar var í íbúðinni þá hafi íbúðin ekki verið hæf til búsetu.