fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Tilkynnti ekki um lát móður sinnar og tók við ellilífeyri hennar árum saman

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 05:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku fóru lögreglumenn í Gentofte í Kaupmannahöfn að heimili einu í hverfinu til að kanna með eldri konu sem þar bjó. Þetta var gert að ósk félagsmálayfirvalda. Konan fannst látin á heimilinu og hafði verið látin í tvö til þrjú ár að því að talið er.

Samkvæmt frétt Ekstra Bladet þá var ekkert grunsamlegt við andlát konunnar sem var á tíræðisaldri.  Talsmaður lögreglunnar sagði að konan hafi látist fyrir nokkrum árum. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að um 2 til 3 ár sé að ræða.

En nánustu ættingjar konunnar höfðu ekki tilkynnt um andlát hennar og ekkert benti til að hún væri látin því ellilífeyrir hennar var tekin út í hverjum mánuði. Dóttir konunnar er grunuð um að hafa gert það og hefur hún nú stöðu grunaðs við rannsókn málsins.

Mæðgurnar voru báðar skráðar til heimilis í íbúðinni en dóttirin bjó að öllum líkindum ekki í henni eftir andlát móður sinnar að mati lögreglunnar sem segir að fyrir utan að lík gömlu konunnar var í íbúðinni þá hafi íbúðin ekki verið hæf til búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“