Samkvæmt frétt ABC News þá er það eina sem vísindamenn eru sammála um að ekki var um neitt af mannavöldum að ræða né gervihnött sem hrapaði inn í gufuhvolfið og brann upp.
LOOK UP: Green fireball seen streaking across the night sky in Australia's remote Pilbara region. https://t.co/ilxELisKYE pic.twitter.com/tBYTQoS3cF
— ABC News (@ABC) June 15, 2020
Eldhnötturinn sást allt frá Cape Lambert til Hope Downs í Pilbara. Einnig bárust tilkynningar um dularfullt ljós frá fólki í Northern Territory og South Australia. Lýstu sjónarvottar þessu sem sérstöku ljósi sem skildi eftir sig slóð á himninum.
Þrátt fyrir að vita ekki með vissu hvað þetta var þá segja vísindamenn að fólk geti haldið ró sinni því þetta hafi ekki verið geimverur í innrásarhug, þetta hafi verið náttúrulegt fyrirbæri en óvíst sé hvers kyns það hafi verið.