Ástæðan fyrir hitabylgjunni er að hitastigið á norðurslóðum hækkar hraðast af völdum hnattrænnar hlýnunar. Hafstraumar bera hitann til pólanna og ís og snjór bráðnar. Af þessum sökum hafa ótrúlegar hitatölur sést í mörgum bæjum og borgum í Síberíu að sögn The Guardian. Má þar nefna að á þessum árstíma er hitinn í Khatanga yfirleitt um frostmark. 22. maí mældist hitinn þar 25 gráður.
Hiti sem þessi í norðvesturhluta Síberíu myndi aðeins mælast einu sinni á hverjum 100.000 árum að meðaltali ef ekki kæmi til hnattræn hlýnun af mannavöldum hefur Dagbladet eftir Martin Stendel hjá dönsku veðurstofunni.