fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Tæplega 6.200 manns mættu á baráttufund Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 07:35

Eins og sjá má voru mörg sæti auð. Mynd: EPA-EFE/ALBERT HALIM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þúsundir notenda Tik Tok sáu til þess að þúsundir sæta voru ónýtt á meðan á baráttufund Donalds Trump stóð í Tulsa í Oklahoma á laugardaginn. Fyrir fundinn sagði starfsfólk við kosningabaráttu Donalds Trump að búist væri við yfir 100.000 gestum til fundarins, þrátt fyrir að það sé aðeins pláss fyrir 19.000 manns í höllinni.

Sú varð þó ekki raunin og nú er Tik Tok kennt um. Þúsundir notanda samfélagsmiðilsins Tik Tok sáu til þess að það voru fjölmörg ónýtt sæti á meðan á baráttufundi Donalds Trump stóð í Tulsa.

Notendur Tik Tok um öll Bandaríkin segjast hafa verið hvattir til að panta miða á fundinn, án þess þó að ætla að mæta á viðburðinn. Reuters skýrir frá þessu.

Baráttufundurinn í Tulsa var sá fyrsti sem Trump hefur haldið mánuðum saman. Höllin sem fundurinn var haldinn í getur hýst 19.000 manns. Trump og starfsfólki hans til mikillar gremju, voru þúsundir auðra sæta í höllinni á meðan fundurinn fór fram.

Samkvæmt slökkviliðinu í Tulsa voru um 6.200 manns í höllinni, eða um þriðjungur af leyfðum fjölda.

Samkvæmt samskiptaráðgjafa Trump eru tölurnar sem slökkviliðið birti alrangar. Fulltrúar Trump segja að 12.000 manns hafi farið í gegnum málmleitarhliðin og því geti það ekki staðist að einungis 6.200 manns hafi verið til staðar. Einnig hefur starfsfólk Trump sakað mótmælendur um að hrekja þá sem vildu taka þátt í fundinum í burtu með því að koma í veg fyrir að þeir kæmust að málmleitarhliðunum.

Fyrir fundinn hafði skapast mikil umræða um smitvarnir. Bæði á meðan á fundinum stóð og í röðinni fyrir utan var langt á milli andlitsgríma, margir þátttakenda hafa ekki trú á því að kórónaveiran sé hættuleg.

Einn þátttakandi, maður um fertugt sagði að þetta sé allt lygi og ekkert sé að marka tölurnar yfir smitaða og látna. Hann segist ekki þekkja neinn sem hafi látist af völdum COVID-19 og enginn sem hann þekkir hafi smitast.

Donald Trump uppskar mikið lófatak þegar hann talaði um frambjóðanda Demókrata, sem hann nefnir ֦syfjaða Joe Biden” en Trump hefur einnig gefið í að Joe Biden þjáist af elliglöpum. Trump kallaði Joe Biden einnig strengjabrúðu öfga vinstrimanna. Trump sagði að Joe Biden hefði svikið loforð, skapað hörmungar og mistekist í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur síðastliðin 47 ár.

Í ræðu sinni, sem var löng og samhengislaus, minntist Trump ekkert á þann vanda sem Bandaríkin eru í þessa dagana eða þau hneykslismál sem tengjast stjórn hans. Hann nefndi ekki dauða George Floyd, sem var upphafið að Black Lives Matter mótmælunum, fjöldamorðin í Tulsa árið 1921 eða Juneteenth, daginn sem lokum þrælahaldsins er fagnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga