fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Loksins var „Töfrarútan“ fjarlægð – Tveir létu lífið í leitinni að henni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 05:40

Rútan fjarlægð. Mynd:Alaska National Guard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var hin svokallaða „Töfrarúta“ fjarlægð úr óbyggðum Alaska. Rútan hafði öðlast einhverskonar „cultstatus“ hjá mörgum og margir lögðu leið sína að henni. Að minnsta kosti tveir létu lífið við leit að henni og fjölmargir slösuðust. En nú er búið að fjarlægja rútuna svo það er engin ástæða fyrir fólk að leita hennar.

Rútan öðlaðist frægð eftir að bókin „Into the Wild“ eftir Jon Krakauer kom út og síðan samnefnd kvikmynd 2007 sem Sean Penn leikstýrði. Bókin og þar af leiðandi myndin eru byggð á lífi Christopher McCandless.

Hann útskrifaðist frá Emroy háskólanum í Atlanta 1990. Hann hafði fengið nóg af samfélaginu og ákvað að yfirgefa fjölskyldu og vini. Hann fór á puttanum til Alaska 1990 og hélt út í óbyggðirnar. Þar fann hann rútuna. Hann bjó í rútunni í þrjá mánuði en ákvað síðan að halda aftur í siðmenninguna. Þegar hann reyndi að komast yfir ána Teklanika var of mikið vatn í henni og hann varð að snúa við. Hann fór aftur í rútuna og hélt til í henni í um mánuð áður en hann lést, 24 ára að aldri.

Eftir útkomu bókarinnar en ekki síður kvikmyndarinnar fundu margir hjá sér þörf fyrir að fara að rútunni sem fékk fljótlega viðurnefnið „Töfrarútan“.

Það var talið tímabært að fjarlægja rútuna. Mynd:Alaska National Guard

Frá 2009 til 2017 þurfti 15 sinnum að bjarga fólki, sem var að leita að rútunni, úr vanda. Erfið veðurskilyrði og mikið vatnsmagn í ám á svæðinu hafa yfirleitt verið ástæðan fyrir því að fólk lenti í vanda. Í febrúar á þessu ári bjargaði lögreglan fimm Ítölum sem voru á leið að rútunni. Einn þeirra hlaut alvarlega kaláverka.

2010 drukknaði Svisslendingur sem var á leið að rútunni og á síðasta ári drukknaði  maður frá Hvíta-Rússlandi á leið sinni að henni.

Í kjölfarið jókst þrýstingur á yfirvöld um að fjarlægja rútuna og það var gert í síðustu viku þegar þjóðvarðliðið flutti hana á brott með þyrlu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular
Pressan
Í gær

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð