Þetta vissu þjófarnir greinilega en þeir brutust nýlega inn í vöruhús í austurhluta Lundúna og stálu tíu kílóum af safran.
„Safran er dýrara en gull og þessi þjófar stálu miklu magni frá fyrirtækinu,“ er haft eftir lögreglumanninum Laura Mills í fréttatilkynningu.
Lögreglan telur að verðmæti kryddsins, sem þjófarnir stálu, sé um 50.000 pund en það svarar til um 8,5 milljóna íslenskra króna.
Innbrotið var framið á milli klukkan 22 og 23 að kvöldi 11. júní. Lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavélum í þeirri von að einhver geti borið kennsl á þjófana. Á upptökunum sést þegar mennirnir brutu upp dyr inn á lagerinn og gengu síðan beint að kassanum þar sem 10 kíló af safran voru geymd.