fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

John Bolton segir mögulegt endurkjör Trump ávísun á hörmungar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 07:01

John Bolton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir að forsetakosningarnar í nóvember séu síðasta tækifæri bandarísku þjóðarinnar til að koma í veg fyrir mjög skaðlegar afleiðingar af forsetatíð Trump.

Þetta sagði hann í samtali við ABC News á sunnudagskvöldið. Þetta var fyrsta stóra viðtalið sem Bolton veitti í tengslum við útgáfu á nýrri bók hans um tíma hans í Hvíta húsinu sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Bókin kemur út í dag.

„Ég vona að hans verði minnst í sögubókum sem forseta sem sat aðeins í eitt kjörtímabil og að hann hafi ekki sent landið í spíral niður á við sem ekki er hægt að komast út úr.“

Bolton er yfirlýstur stuðningsmaður repúblikanaflokksins en lítur ekki á Trump sem „íhaldssaman repúblikana“.

„Við getum komist til valda eftir eitt kjörtímabil forseta, ég hef fulla trú á því jafnvel þótt það kraftaverk muni ekki verða í nóvember að íhaldssamur repúblikani verði kjörinn. Ég hef meiri áhyggjur af tveimur kjörtímabilum forseta.“

Bolton skýrir frá ýmsu í bók sinni sem getur komið sér illa fyrir Trump. Meðal annars að hann hafi grátbeðið Xi Jinping, forseta Kína, að aðstoða sig við að ná endurkjöri. Hann segir Trump einnig „óhæfan“ til að gegna embætti forseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?