fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Nýr kórónuveirufaraldur í Kína gæti hafa komið frá Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júní 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld hafa birt upplýsingar um erfðamengi kórónuveiruna sem veldur nú nýjum faraldri í Peking. Talið er að faraldurinn hafi brotist út á matarmarkaði í borginni. Kínverskir sérfræðingar segja að erfðamengið líkist því sem er í kórónuveirufaraldrinum sem hefur herjað á Evrópu.

Um 200 manns eru nú smitaðir í Peking. Talið er að faraldurinn hafi átt upptök sín í Wuhan í Kína og hafi borist þaðan víða um heim. En nú gæti veiran hafa borist aftur til Kína frá Evrópu.

Kínverjum hafði nær algjörlega tekist að ráða niðurlögum faraldursins þar til hann blossaði upp að nýju í höfuðborginni  fyrr í mánuðinum.

Yfirvöld taka málið mjög alvarlega og sýni hafa verið tekin úr tugþúsundum borgarbúa og heilu hverfunum hefur verið lokað og sett í einangrun. Skólar eru einnig lokaðir. Íbúum borgarinnar, sem eru 21 milljón, hefur verið gert að halda sig í borginni.

Fyrstu rannsóknir á veirunni sýna að „hún kom frá Evrópu“ en hún er þó frábrugðin veirunni sem er á ferð í álfunni að Zhang Yong hjá kínversku smitsjúkdómastofnuninni. Hann segir að veiran sé eldri en sú sem nú herjar á Evrópu. Hann gefur í skyn að veiran gæti hafa borist til Kína með frosnum matvælum eða ferskum.

Ben Cowling, prófessor við Hong Kong School of Public Health, segir að hugsanlega hafi veiran, sem nú herjar á Peking, borist til Evrópu frá Wuhan og svo aftur til Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Engillinn í Nanjing“ sem hefur bjargað 469 mannslífum

„Engillinn í Nanjing“ sem hefur bjargað 469 mannslífum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í hvaða heimsálfu eru flestar dýrategundir?

Í hvaða heimsálfu eru flestar dýrategundir?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundar finna lykt af stressi fólks og það gerir þá dapra

Hundar finna lykt af stressi fólks og það gerir þá dapra