Karlarnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. júlí en konunni var sleppt þar sem hún ekki talin eiga stóran hlut að máli. Danska lögreglan segir að hópurinn hafi látið að sér kveða í nokkrum Evrópulöndum en hann er meðal annars grunaður um samskonar afbrot í Þýskalandi og Sviss.
Lögreglunni tókst nokkuð fljótt að hafa uppi á fólkinu eftir umfangsmikla rannsókn þar sem staðarlögreglan og sérstakur rannsóknarhópur ríkislögreglunnar unnu saman.
Nú vinnur danska lögreglan að rannsókn málsins í samvinnu við lögreglu í nokkrum öðrum Evrópulöndum til að kortleggja ferðir hópsins og aðferðir hans.