fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Fyrir 10 árum spáði hann miklum hörmungum 2020 – Hugsanlega höfum við bara séð upphafið á þeim

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júní 2020 05:45

Margir eiga erfitt þessa dagana og mikill samfélagslegur órói er. Mynd:EPA-EFE/CRAIG LASSIG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 10 árum spáði þróunarlíffræðingurinn Peter Turchin miklum samfélagslegum óróa nú í ár. Spá hans er ekki fögur en hann byggir hana á því að við, sem tegund, séum svo útreiknanleg að líffræðingar geti fundið mynstur þegar þeir rannsaka samfélög okkar, svona svipað og hægt er að finna mynstur í lífi maura í mauraþúfu.

Auk þess að vera líffræðingur rannsakar Turchin einnig sögu og samfélagsfræði, þar á meðal hvernig krísur og hörmungar herja aftur og aftur á samfélag okkar. Fyrir tíu árum spáði hann fyrir að 2020 yrði ár óróleika. Þegar tímaritið Nature birti langa grein um hvernig 2020 myndi verða skrifaði hann lesendabréf til að vara höfundana við að þeir ættu á hættu að hafa rangt fyrir sér.

„Niðurstöðurnar fyrir Bandaríkin hræddu mig í sannleika sagt svo ég sendi þeim frekar svartsýna spá mína sem þeir birtu mér að óvörum.“

Skrifar Turchin á bloggsíðu sína. Í lesandabréfinu varaði hann við yfirvofandi krísu.

„Næsti áratugur verður að líkindum tími vaxandi ójafnvægis í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu.“

Sagði hann í upphafi bréfsins og síðan kom listi yfir hvað benti til krísu og síðan kom niðurstaðan:

„Það lítur út fyrir að þetta nái hámarki í kringum 2020.“

Ákveðið mynstur

Rök hans fyrir þessu eru meðal annars að í sögulegu ljósi hafa Bandaríkin gengið í gegnum krísur á um 50 ára fresti, 1870, 1920 og 1970. Af þessum sökum taldi hann líklegt að það myndi einnig gerast 2020. En hann sá einnig fleiri merki sem studdu spá hans:

  • Vaxandi bil á milli ríkra og fátækra
  • Aukning gríðarlegra opinberra skulda Bandaríkjanna
  • Fleiri ungmenni sem ýta einhverskonar ungdómsuppreisn úr vör
  • Of margir með langa háskólamenntun að baki

Hann benti einnig á að efnahagslegur uppgangur fylgi yfirleitt 40 til 60 ára hringrás og síðan komi niðursveifla. 2020 virtist vera í lok slíkrar hringrásar.

Í nýlegu samtali við Times Magazine sagði Turchin að árið í ár sé hugsanlega bara upphafið að erfiðum tímum. Miðað við þau mynstur sem hann sér í sögunni þá vara samfélagslegar krísur af þessu tagi oft í fimm til fimmtán ár. Hann segir að ef undirliggjandi ástæður fyrir þessu, til dæmis misskiptingin, verður ekki leyst geti þessi krísa varað enn lengur. Þessu til stuðnings bendir hann á stöðuna í Suður-Afríku þar sem gríðarlegt bil er á milli ríkra og fátækra og enn er mikill samfélagslegur órói í landinu, 26 árum eftir að aðskilnaðarstefnan leið undir lok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún