fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Fimm ára drengur var einn á ráfi um nótt – Lögreglan gerði skelfilega uppgötvun heima hjá honum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júní 2020 05:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku var lögreglunni í Dumon í New Jersey tilkynnt um lítið barn sem væri eitt á göngu við fjölbýlishúsahverfi. Lögreglumenn voru fljótir á vettvang og fundu þar fimm ára gamlan dreng einan á ferð.

ABC News skýrir frá þessu. Lögreglumenn fundu síðan íbúðina, sem drengurinn bjó í, en þar inni var 36 ára móðir hans, Michelle Burns og var hún látin er að var komið. Áður höfðu þeir fengið þær upplýsingar hjá frænku drengsins að Michelle svaraði ekki í síma.

Michelle hafði verið stunginn í hnakkann með eldhúshníf að sögn lögreglunnar. Engin ummerki voru um að hún hefði veitt banamanni sínum viðnám.

Frænka Michelle sagði lögreglunni að hún hefði heyrt hávaða berast frá íbúðinni fyrr um kvöldið en þar bjó Michelle ásamt börnum sínum og 36 ára unnusta.

Skömmu eftir að lögreglan fann lík Michelle hafði lögreglan í Closter í New Jersey samband en lögreglumenn höfðu þá handtekið unnustann. Hann var með tvö börn Michelle með sér þegar hann var handtekinn, þau eru sex ára og 18 mánaða. Unnustinn er grunaður um morð, að vera með ólöglegt vopn og að hafa stefnt velferð barna í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“