fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þrír skotnir í Noregi – Einn alvarlega særður

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. júní 2020 05:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn voru skotnir með haglabyssu í Arendal í Noregi um klukkan tvö í nótt að staðartíma. Einn er alvarlega særður. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn.

Samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins fékk lögreglan fjölmargar tilkynningar um að skotið hefði verið úr haglabyssu í Stoa í Arendal. Í ljós kom að þrír karlmenn, á aldrinum 20 til 30 ára, höfðu verið skotnir. Einn er alvarlega særður en hinir sluppu minna særðir.

Fljótlega lá ljóst fyrir að árásarmaðurinn hafði komið akandi á vettvang og yfirgefið hann í sama bíl. Lögreglan hóf þegar mikla leit að honum en vitað var hver var að verki. Hann var handtekinn á heimili sínu um tveimur og hálfri klukkustund eftir að tilkynningin um árásina barst.

Hinn handtekni er á þrítugsaldri og hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Lögreglan hefur ekki viljað segja neitt um tengsl hans við fórnarlömbin annað en að ekki sé ástæða til að ætla að mennirnir tengist ákveðnum hópum. Unnið er að rannsókn málsins en sjö til tíu vitni voru að árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“