fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Tollverðir urðu kjaftstopp þegar þeir fundu þennan farm

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 19:00

Hluti af smyglvarningum. Mynd: Norska tollgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vörubílstjórinn hélt að hann væri gáfaður, en tollverðirnir við landamærin voru enn gáfaðri. Snemma að morgni hins 4. júní fengu tollverðir við landamæraeftirlitsstöðina Magnormoen í Noregi á tilfinninguna að eitthvað væri athugavert við litháískan vöruflutningabíl.

Bílstjórinn fékk skilaboð um að stöðva bifreiðina og tollverðirnir byrjuðu að skoða bílinn, meðal annars sem færanlegum skanna. Meðal þess hluta farmsins sem var löglegur, fundu tollverðirnir þykkar málmplötur. Þegar þeir lyftu plötunum misstu þeir andlitin.

Metfarmur

Í ljós kom að þeir höfðu fundið stóran farm af sígarettum, þann stærsta sem fundist hafði fram að þessu í ár, 806.00 sígarettur, en gjöldin af þeim eru upp á tæpar 40 milljónir króna. Yfirmaður hjá tollinum í Kongsvinger sagði frá því að sígarettunum hafi verið pakkað inn í málmöskjur og að hjá tollinum séu uppi grunsemdir um að smyglarar geri þetta til þess að sleppa í gegnum röntgenmyndatöku. Hún sagði einnig að þegar tollverðir sjá eitthvað sem þeir skilja ekki eða geta ekki útskýrt verði þeir forvitnir og vilji skoða hlutinn nánar.

Tollyfirvöld hafa skýrt frá því að þetta sé stærsti farmur sem lagt hafi verið hald á við tolleftirlit á þessu ári. Til samanburðar má geta þess að lagt var hald á 597.772 allt árið 2019.

Bílstjórinn, litháískur maður á fimmtugsaldri, var handtekinn. Hann neitar sök og segist ekki hafa vitað af þessum farmi. Hann var hnepptur í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga