Bílstjórinn fékk skilaboð um að stöðva bifreiðina og tollverðirnir byrjuðu að skoða bílinn, meðal annars sem færanlegum skanna. Meðal þess hluta farmsins sem var löglegur, fundu tollverðirnir þykkar málmplötur. Þegar þeir lyftu plötunum misstu þeir andlitin.
Í ljós kom að þeir höfðu fundið stóran farm af sígarettum, þann stærsta sem fundist hafði fram að þessu í ár, 806.00 sígarettur, en gjöldin af þeim eru upp á tæpar 40 milljónir króna. Yfirmaður hjá tollinum í Kongsvinger sagði frá því að sígarettunum hafi verið pakkað inn í málmöskjur og að hjá tollinum séu uppi grunsemdir um að smyglarar geri þetta til þess að sleppa í gegnum röntgenmyndatöku. Hún sagði einnig að þegar tollverðir sjá eitthvað sem þeir skilja ekki eða geta ekki útskýrt verði þeir forvitnir og vilji skoða hlutinn nánar.
Tollyfirvöld hafa skýrt frá því að þetta sé stærsti farmur sem lagt hafi verið hald á við tolleftirlit á þessu ári. Til samanburðar má geta þess að lagt var hald á 597.772 allt árið 2019.
Bílstjórinn, litháískur maður á fimmtugsaldri, var handtekinn. Hann neitar sök og segist ekki hafa vitað af þessum farmi. Hann var hnepptur í fjögurra vikna gæsluvarðhald.