fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Stórveldi í blóðugri deilu – Upphafið á endinum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 07:00

Indverskir hermenn í Kasmír. EPA-EFE/FAROOQ KHAN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í átök á milli tveggja af fjölmennustu þjóðum heims. Indland og Kína hafa í næstum 60 ár átt í hörðum deilum um svæðið við landamæri þjóðanna á Ladakh svæðinu, í Kashmír héraði við Himalaya fjöllin.

Á þriðjudag brutust út átök á milli landamæravarða frá báðum þjóðum. Samkvæmt yfirvöldum í Dehli voru að minnsta kosti 20 indverskir hermenn drepnir með hnífum og öðrum vopnum. Fréttir herma að 43 kínverskir hermenn hafi fallið í átökunum, þær tölur hafa þó ekki verið staðfestar af yfirvöldum í Peking.

Mikið í húfi

Þetta er í fyrsta sinn í 45 ár sem hermenn falla í átökum á svæðinu, sem var skipt á milli þjóðanna árið 1993, og ákveðin voru landamæri sem kölluð eru „Line of Actual Control“. Þessi hluti landamæranna samanstendur að mestum hluta af ám og fjöllum, en ekki af ákveðinn línu. Það er einmitt þess vegna sem þjóðirnar eru ekki sammála um það hvar herir þjóðanna mega stunda eftirlit. Yang Jiang, sérfræðingur hjá DIIS, segir í viðtali við Ekstra Bladet að þjóðirnar saki hvor aðra um að hafa sent hermenn yfir landamærin.

Ögrun

Utanríkisráðherra Kína, Zhao Lijian, sagði á þriðjudag, að indverskir hermenn tvisvar sinnum farið yfir landamærin á mánudag og ögrað og ógnað kínversku starfsfólki. Hann segir að þetta hafi leitt til átaka á svæðinu.

Indverska utanríkisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að að hægt hefði verið að forðast mannfall ef Kínverjar hefðu fylgt samningum um að draga úr spennu landanna á milli. Reuters skýrir frá þessu. Samkvæmt Bikram Singh, fyrrverandi yfirmanni hjá indverska hernum, segir að þessi átök geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Gamlar deilur

Árið 1962 áttu þjóðirnar í blóðugum átökum um Ladakh svæðinu við rætum Himalaya fjallanna. Indverjar halda því fram að svæðið tilheyrir þeim, á meðan Kínverjar segja að svæðið tilheyri Kína. Báðar þjóðir hefa sent hermenn í Galwan dalinn í Ladakh svæðinu og ásakanir um að landamærin séu ekki virt hafa gegnið þjóðanna á milli vikum saman.

Beggja megin landamæranna eru herirnir í varnarstöðu, Yang Jiang telur þó að það sé ekki víst að deilan muni magnast. Modi, forsætisráðherra Indlands go Xi Jingping, forseti Kína reyna að draga úr alvarleika átakanna. Hve vel gengur að draga úr átökum á svæðinu fer þó eftir vilja beggja aðila. Forsætisráðherra Indlands hvatti til þess á miðvikudag að fulltrúar þjóðanna hittist á fundi strax í þessari viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?