Hættan á því að COVID-19 smitist við almenna notkun salerna gæti haft áhrif á opnun vinnustaða, veitingastaða og bara, þegar heimurinn fer aftur í gang eftir lokun.
Samkvæmt vísindamönnunum þýðir það ekkert endilega að allt innihald klósettsins yfirgefi svæðið að sturtað sé niður. Hin mikla hreyfing sem verður á vatninu þegar sturtað er, getur aftur á móti orðið til þess að dreifa bakteríum og vírusum. Almenningur virðist þó ekki vita af þessari smitleið.
Nákvæm tölvumódel voru notið til þess að líkja eftir vatni og lofti í klósetti þegar sturtað er og því dropaskýi sem myndast. Rannsókn þessi birtist í tímaritinu Physics og Fluids. Rannsóknin sýndi að þegar vatnið flæðir í klósettskálina myndast hvirflar sem lyfta örsmáum dropum í allt að metra hæð. Miklar líkur eru á því að fólk andi þessum dropum að sér eða að þeir setjist á yfirborð hluta á salerninu. Droparnir eru svo litlir að þeir geta svifið um í meira en mínútu.
Til þess að draga úr þessu fyrir þetta vandamáli er fólki bent á að loka klósettinu áður en sturtað er. Vísindamennirnir hvetja til þess að hönnuð verði betri klósett sem lokast sjálfkrafa áður en sturtað er.